Hérna er linkur á frétt um íranskan mann sem var dæmdur til að vera blindaður fyrir að skvetta sýru á andlit konu sem vildi ekki giftast sér: http://edition.cnn.com/2008/WORLD/meast/12/14/iran.acid.justice/
Sýruárásin afmyndaði andlit hennar og blindaði hana og hún krafðist þess fyrir rétti að hann yrði blindaður. Hún sagðist ekki fara fram á þessa refsingu til að hefna sín á honum heldur vonaði hún að þessi refsing gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Sjálfum finnst mér þetta viðeigandi refsing sem gæti e.t.v. komið í veg fyrir fleiri slíkar árásir í framtíðinni. Margir myndu eflaust segja að með þessari refsingu væri verið að brjóta gegn mannréttindum þessa manns eða eitthvað í þá áttina en mín skoðun er sú að þegar menn fremja glæpi á borð við þennan þá fyrirgera þeir um leið mannréttindum sínum. Endilega segið ykkar skoðun á þessu.