Jæja, ég skelti mér á mynd í bíó um daginn sem ég er búin að bíða eftir síðan í febrúar. Það var enginn önnur en nýja Freddy myndin.
Ég sagði við aðilann sem var með mér “týpíst að það sé fullt af einhverjum gelgjum þarna sem finnst alveg voðalega skemmtilegt að öskra yfir myndinni og hlæja”.
Ég hafði rétt fyrir mér.
Fyrir aftan okkur sátu stelpur sem töluðu STANSLAUST allan timan og eyðulögðu myndina fyrir mér gjörsamlega og öskruðu yfir öllu sem gerðist!..svo voru svona 12-13 ára stúlkur fyrir framan okkur sem voru bestu skinn.

Þar með segi ég það bara að það ætti að banna smápíkur á hryllingsmyndir og fólk sem kann ekki að halda kjafti yfir myndum í bíó, gerið það fyrir okkur að downloada bara myndinni og drullast til að horfa á hana heima hjá ykkur og þar megiði öskra, tala og grenja að vild án þess að eyðileggja fyrir öðrum!.

Takk fyrir mig.

Bætt við 1. júlí 2010 - 11:41
Gerið það fyrir ykkur sjálf að tjá ykkur ekki nema þið hafið lent í þessum aðstæðum, þá kannski skiljiðið okkur sem erum pirruð yfir svona látum.
ÉG BAÐ ÞÆR UM AÐ ÞEGJA, fyrir ykkur sem ætla að vera klár og segja mér að ég hefði átt að biðja þær um það.
Þessi þráður var einungis til að leysa úr skjóðunni enda setti ég hann í NÖLDUR..og var kannski að vonast til að fólk kæmi með reynslusögur en þá er bara fullt af fólki að commenta sem hefur greinilega ekki farið í bíó.
Þannig reynslusögur takk fyrir, hinir mega eiga sig og sleppa því að drulla yfir þetta..þið eruð ekki að gera neinum greiða með því.
;)