Getur einhver sagt mér hvað lögin segja um hald á áfengi undir tvítugt. T.d. máttu halda á óopnuðum bjór?? Allavega lenti ég í því að 2 lögreglu konur birtust uppúr þurru og rifu af mér poka með 2 bjórum í og sögðu að maður þyrfti að vera orðinn tvítugur til að kaupa, halda á og drekka áfengi.
Sem mér finnst alveg fáranlegt. Heimildir væru fínar ef þið nennið þessu :). Ég einfaldlega veit ekki hvar ég ætti að fletta þessu upp.