sælir, ég var að spá.. ég er í svo kallaðari “bæjarvinnu” eða eitthvað þannig (heitir samt eitthvað vinnuátakshópur) og ég er með 900kr á tímann ?(samt las ég í bækklingnum sem eg fékk að það ætti var vera 1100 kr á tímann) er það ekki allt of lítið ? ég er fæddur 1991, og mér fynst þetta ALLT of litið, ég vissi alveg að þetta yrði ekki vel launað enn vá… og eitthver sagði mér að 950 væru alveg lágmarks laun á tímann

eru þið líka i þessari vinnu ?