Ég hef virkilega oft lent í því að ég er að borða pizzu og skil kannski skorpuna eftir því ég forgangsraða henni eftir bragði og einhver kemur upp að mér “GAUUUR BORÐARU EKKI SKORPUNA, ERTU HÁLFVITI? SKORPAN ER PIZZAN”

AFHVERJU Í FJANDANUM MÁ ÉG EKKI BORÐA PIZZUR EINS OG MÉR SÝNIST, Sjiiiitttt! Er ég að móðga þig með því að sleppa þeim þangað til eftir næstu sneið? Bakaðir þú pizzuna?


Einnig þegar kunningi minn keypti sér happaþrennu, sagði ég við hann “þú ert svo feitann ekki að fara vinna” og hann vann ekki, og byrjaði að kenna mér um að hann hafi ekki unnið :l Breytti ég númerunum á miðanum… já…. gerði það með orðunum mínum.