Jæja. Nú er ég með létta spurningu handa ykkur (og ég set þetta hér því ég er ekki (sérstaklega) að leita eftir rökræðum um flokkinn, heldur almennu áliti fólks sem hefur eflaust engan áhuga á pólitík).

Hvað finnst ykkur um Framsóknarflokkinn og afhverju? Er það vegna einhvers sem þið hafið alltaf talið sjálfsagt, er það vegna einhvers sem þið kynntuð ykkur eða er það vegna einhvers sem einhver sagði ykkur?

Bætt við 25. maí 2010 - 12:24
Ég gerði svipaðan þráð fyrir 4 árum (fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar), og honum var….actually svarað. Ég er farinn að trúa muninum á huga fyrr og nú.