Já, það pirrar mig virkilega hvað sumt fólk er öðruvísi en ég. Þá er ég að tala um hvað fólk þolir ekki óraunhæfa hluti. T.d. finnst Avatar hræðilega léleg, bæði útaf því að söguþráðurinn er of basic fyrir þau og myndin er of óraunhæf fyrir það. Ég elska Avatar í klessu, því mér er skítsama þótt að söguþráðurinn sé eitthvað líkur Pocahontas eða what ever, ég bara þessi fantasíu heimur er svo geðveikslega svalur og myndin ótrúlega flott í alla staði.
En ég ætla nú ekki að láta þennan þráð fara í heitt um Avatar,
ég vill frekar ræða hvað ég þoli ekki fólk sem getur ekki spilað óraunhæfa tölvuleiki, eða horft á óraunhæfar kvikmyndir, það bara segir að myndin eða leikurinn sé glataður því að þetta er ekki mögulegt, eða ekki nógu raunverulegt fyrir það.

Hvað er málið með það?
Er ekki hægt að horfa á mynd eða spila tölvuleik sem er gjörsamlega viðbjóðslega óraunhæfur og samt haft ógeðslega gaman af honum. Þetta er einsog að spila Eve Online og segja hann sé glataður BARA útaf því að hann gerist í geimnum. Það er alveg bunch af liði sem er svona, og ég skil ekki neitt í þessu, hvernig það getur látið svona, afhverju mega hlutirnir fara aðeins fyrir utan mörkin? Afhverju mega hlutirnir ekki vera óraunverulegir, leyfa ímyndunaraflinu rúlla og hafa gaman af því.

Ef einhver hérna er til í að útskýra þetta fyrir mér, hvernig það er hægt að vera svona, því að ég skil ekki hvernig þetta er hægt yfir höfuð, að geta ekki notið óraunveruleikans.

Discuss.
Spare sum change?