Okay.. ætla bara að setja inn ritgerðina mina og sjá hvað ykkur fynnst um hana. x)
dno afhverju bara eh’ randorm shit ;)
Alright.. hér kemur hún anyway..




Fordómar gagnvart trúarbrögðum.


Ein helstu deilur allstaðar í heiminum í dag snúast um trúarbrögð.
Ég trúi því að ástæðan er sú að fólk hefur sitthvorar skoðannir, það hugsar öðruvísi, hegðar sér mismunandi og hefur sitthvora trú, það eru ekki allir eins.
Það er misjafnt hversu alvarlega fólk tekur trú sína.
Því sterrkari sem hún er því fleiri fordóma hefur fólk gagnvart öðrum trúarbrögðum sem eru ekki eins, fólk er yfirleitt hrætt við það sem það þekkir ekki. Fólk er dæmt af því hvers trúar það er og fólk dæmir annað fólk fyrir að vera öðruvísi en það sjálft.
Fordómar eru þekkingarleysi og að geta ekki sett sig í spor annarra.
Í ritgerð þessari ætla ég ekki að fjalla um trúarbrögðin sjálf, heldur ætla ég að fjalla um fordómana gagnvart þeim.


‘’Alls staðar er fólk sem byður fyrir.
Á hverri mínotu er fólk allstaðar í heiminum að byðja til guðs eða guða sem það trúir á, og daglega kemur fólk saman í guðþjónustu eða helgihald til að byðja fyrir.
Mikill fjöldi trúarbragða er til í heiminum og hafa þau öll áhrif á hvernig
fólk hagar lífi sínu’’
(bls.5 – Maðurinn og Trúinn – Gunnar J. Gunnarsson)


Hvað eru trúarbrögð?
Eins og ég sagði hér ofar er fólk ekki allt eins, það hefur mismunandi skoðanir um trú og hvað trúarbrögð eru. Ekki er hægt að finna eitt svar við þessari spurningu sem allir væru sammála.
Sumir seigja að trúarbrögð séu það að trúa á guð eða guði, aðrir telja trúarbrögð vera skilning á tilverunni og stöðu mannsins í henni.
Ég trúi á trúarfrelsi. Það þýðir að fólk er ekki eins, það hugsar mismunandi, trúir mismunandi hlutum og við ættum að getað trúað því sem við viljum og sagt það sem við viljum án þess að fynnast eins og við verðum dregin niður fyrir að vera bara eins og við erum.

Ég trúi því að trú og trúarbrögð eru hvað sem er sem lætur þann sem trúir vera sterkann og fá sjálfstraust, lætur þá hlakka til framtíðar og vera bjartsýnn á það að allt verði í lagi. Það held ég að trú sé og það held ég að trú gerir.
Ég trúi því ekki að það séu til rétt eða röng trúarbrögð heldur fer þetta allt eftir sjálfum þer og hvað lætur þer líða vel.
Sumt fólk áhveður að ganga í hópa og flokka sig sjálfann með öðrum sem trúa allir á svipaða hluti, eins og fólk sem trúir á Jesús og Guð flokkar sig sem Krisstið fólk,
Ég sjálf flokka mig ekki í neinn hóp, ég trúi ekki á guð eða æðri mátt.

Ég ólst upp með fjölskildu sem er Krisstin trú og trúði sjálf á Guð og Jesús á mínum yngri árum. Þegar ég var í kringum 13-14 ára fór ég að byrja að spurja sjálfa mig um trú mína. Það gerði mig svo hrædda tilhugsunin um að ég væri að fjarlægast hugmyndina um Guð og Jesús og ég var hrædd um afleiðingarnar sem mér var sagt að myndu fylgja því. 15 ára gat ég loksin sagt það að ég trúi ekki á Guð og ekki á Jesús, því það hefði ekki verið sannað fyrir mer.
Það er ekki hægt að sanna á það að það sé til svokallaður æðri máttur svo þess vegna get ég ekki trúað á það.


Þú getur ekkert sannað, og þú getur ekkert afsannað. Ég hef virkilega engann áhuga á að vita öll svör lífsins, ég sé ekki hverju því breytir. Þótt ég trúi ekki á æðri mátt, útiloka ég hann ekki eða ég sé ekkert rangt við að trúa á hann, en ég kýs sjálf að gera það ekki.

En víst ég trúi ekki á Guð eða önnur trúarbrögð, hvað trúi ég á?
Eins og ég sagði hér að ofan, eru trúarbrögð fyrir mér eitthvað sem gerir þig ánægann, færir þer sjálfstraust og gerir þig sterkann að vita að það sé einhver annar sem er bakvið þig og styrkir þig hvað sem þú gerir. Ég sjálf þarf ekki nein trúarbrögð í mínu lífi, ég trúi á sjálfan mig og það nægir fyrir mér. Ég þarf ekki að byðja til þess að öll mín vandamál fari ég geri mitt besta til þess að láta þau sjálf fara. Það er hægt að líkja þessu við Búddhadóm en ég tengi mig samt ekki við það.

Ástæðan afhverju ég vildi koma þessu, um mina trú á framfarir er því ég vill skýra út fyrir þer svolítið sem ég sjálf hef upplifað, svo þú gerir þer greyn fyrir því að ég tali frá reynslu en er ekki bara að punkta niður hér eitt og hvað og viti ekki neitt hvað ég sé að tala um.

Þegar annað fólk spyr þig um trú þína og kemst að því að þú trúi ekki á það sama og það sjálft gerir, þá á það eftir að koma fram við þig öðruvísi, þótt það sé ósjálfrátt gert.


Fólk tekur trúarbrögðum of alvarlega fynnst mér og það er það sem skapar alla fordómanna í kringum trúarbrögð. Við fyllumst fordómum við fólk sem er okkur fjarlægt og okkur fynnast hugmyndir og siðir þess skrítnar og sjáum ekki tilganginn í því sem þetta fólk gerir og trúir á.

En það sem við gerum okkur ekki oft greyn fyrir er að við erum sjálf jafnt undarleg fyrir því fólki, og okkur fynnst um það.

Leifum fólki að vera það sem það vill vera og skiptum okkur ekki að þeirra málum nema það leyti til okkar.
Það má gera sín mistök og læra af þeim rétt eins og við sjálf.
Það má hafa sínar skoðanir út af fyrir sig án þess að lenda fyrir fordómum annars fólks sem er ekki sammála því sjálfu.
Fólk er ekki eins svo ekki koma fram við það eins og það eigi að trúa á sömu hluti og
þú gerir eða hugsar eins og þú hugsar eða haga sér eins og þú hagar þér.

Það hafa ekki allir fordóma gagnvarpt fólki sem er öðruvísi en það sjálft.
En þeir sem hafa fordóma gagnvarpt því fólki eru bara mun áberandi en hinir.

Hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir fordóma?
Við getum lært um önnur trúarbrögð, ekki útilokað neitt af þeim og sett okkur í spor annars fólks og virrt skoðanir þeirra, hver fyrir sig og smátt saman munu fordómarnir minnka. En er þetta jafn auðvelt og það sýnist vera?





Hvernig væri heimurinn án trúarbragða?
Getur þú ýmindað þér heiminn án trúarbragða?
Væri hann betri eða myndi það ekki skipta neinu máli, væri hann verri?
Hver hefur sýna skoðun um það.

Nú á dögum er svo margt neikvætt gert í nafni trúar og trúarbragða, yfirgnæfir það hið góða? – stríð, ofbeldi, morð, einelti og fordómar,
Eru trúarbrögð hættuleg? Nei það eru þau ekki, en er mannkynið að gera trúarbrögðin hættuleg? Um leið og einhver segist tala í nafni Guðs getur hann fengið marga til að gera hvað sem er s.s. drepa annað folk.

Menn predika yfir öðrum nú á dögum og þeir gleypa í sig hvert orð, hvort sem það er nú heimatilbúið eða satt. Hver getur sagt það með vissu
Því miður virðist oft skorta umburðarlyndi í trú.
Þeir sem eru trúaðir vilja mjög gjarnan troða trú sinni upp á aðra.
Og í gegnum aldirnar hafa skelfilegustu stríð einmitt verið í nafni trúar.


Fyrir mér eru trúarbrögð eins og byssur; byssur hafa aldrei drepið nokkurn mann, hins vegar hafa ótal menn notað byssur til að drepa ótal aðra menn, og stundum jafnvel sjálfa sig. Trúarbrögð eru því eins og byssur, sárasaklaus andskoti í sjálfu sér, en banvænt vopn
Tilgangurinn afhverju ég áhvað að hafa þessa ritgerð um fordóma gagnvart trúarbrögðum, er ekki útaf mínum áhuga á trúarbrögðum, heldur mínum áhuga á hugsunarhætti og fordómum gagnvart því að vera öðruvísi.

-EydisK