Af hverju í fjandanum eru svona margir að stunda þetta? Hápunkturinn kemur svona 15 sekúndum eftir að maður tekur þetta inn(með einni undantekningu*) en eftir það verður maður bara mellow, sem ég verð að segja er ekki þess virði að eyða 3500 kalli í, hvað þá 5000 hérna áður fyrr.

Í fyrstu skiptin fann maður alveg illuð áhrif í alveg 15-20 mín en eftir svona 5-6 skipti þá hætti það að gerast, maður fann fyrir þessu fyrstu mínúturnar en síðan varð maður bara mellow eins og ég sagði. Það er eins og að eftir ákveðið mörg skipti að líkaminn sýni ekki jafn sterk viðbrögð, þess vegna skil ég ekki af hverju fólk stundar þetta svona oft og lengi.

Jú það er nú kannski ein skýring, það verður nú að viðurkennast að það var stuð að chilla með félögum einshversstaðar og malla og rúlla, en ÞAÐ var það sem var gaman við þetta undir lok, grasið er bara alls ekkert sérstakt.

*Af svona 30 skiptum sem ég hef reykt þetta þá fékk ég einu sinni virkilega speisað gras, þá fann ég varla fyrir því fyrstu 10 mín en síðan kickaði það virkilega grimmt inn. Eiginlega öll hin skiptin voru frekar svipuð.