Hefur einhver lent í þeim viðbjóði að kaupa DVD mynd, sem að bíður uppá það óhjákvæmilega rugl, að horfa á nokkra hundleiðinlega treilera áður en að maður fær möguleika á að horfa á myndina sjálfa?
Ég lenti einmitt í því. Keypti Donnie Darko á 1600 kall sem að er nógu dýrt svo að hægt sé að ætlast til að maður megi horfa á eintakið sitt eins og manni sýnist. Er það til of mikils ætlast?
Ef einhver getur gefið mér ráð um það hvernig er hægt að eyða þessu rusli af disknum eða í það minnsta komast hjá því að þurfa að góna á þetta rugl, þá væri það mjög vel þegið.