Þessu er kannski mest beint að þeim sem stunda huga mikið.

Á þessu vefsvæði rekst maður mikið á sama fólkið aftur og aftur og jafnvel spjallar við það af og til.

Hafið þið eignast vini í gegn um huga?
Eða jafnvel óvini?

Ég hef ekki kynnst mjög mörgum en ágætis fólk er þar í meirihluta.
Mér detta samt í hug tveir eða þrír sem ég myndi frekar vilja drekka 4 lítra af mysu en að svo mikið sem heilsa úti á götu.

(Nota bene; mér finnst mysa ekki góð)

Svo er alltaf fólk sem ekki þolir mig, en ég get ekki talað fyrir þeirra hönd.