Já, mbl hefur í gegnum tíðina verið hrósað fyrir gott málfar - en þó hafa svosem fæstir sem gagnrýna málfarið betri málfarstilfinningu en höfundar fréttanna, þó þeir geti rekið augun í fljótfærnisvillur (sem reyndar minna mig oft á eigin fljótfærnisvillur vegna hugsanagangs míns þegar ég er high, sem vekur upp spurningar).

En einhversstaðar mátti finna hér á huga nokkur screenshot af gullnum mbl-mómentum, vitiði um linkinn? Ég man ekki hvort þessi móment voru gullin eða ekki og það væri áhugavert að vita það fyrir víst.

Í tilefni af þessum þræði vil ég benda á fallegt málfar formúluvefs mbl;

http://www.mbl.is/mm/sport/formula/2010/04/16/button_ok_hradast_en_slys_buemi_mal_malanna/

“Jenson Button hjá McLaren ók hraðast á fyrstu æfingu kínversku kappaksturshelgarinnar í Sjanghæ í nótt að íslenskum tíma. Mál málanna var þó furðulegt óhapp Sebastien Buemi hjá Toro Rosso sem þakka má hversu vel hann slapp.”

Basically; “Í nótt að íslenskum tíma lenti Buemi í óhappi sem þakka má hversu vel hann slapp.”

Bætt við 16. apríl 2010 - 11:11
Úps, þetta átti fyrst að vera einfalt nöldur en varð svo að spurningu - en ég gleymdi að færa mig úr nöldrinu, svo það verður að hafa það.