„Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó koma auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar.“

Svo hljóðar upphaf greinar sem Fréttablaðið birtir í dag eftir Björgólf Thor, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans og fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss. Hann segist ekki geta varist því að fyllast sjálfsásökun þegar hann sér afleiðingar hrunsins en telur sig ekki hafa brotið lög. Hann vinnur nú að uppgjöri skulda sinna.

„Ljóst er að þótt miklar eignir mínar renni til lánardrottna mun ég jafnframt starfa í þeirra þágu um ókomin ár, þar til ég hef að fullu gert upp við þá. Ég er staðráðinn í að ljúka því verki með sóma,” segir Björgólfur.

Björgólfur birtir ekki afsökunarbeiðni sína á þessum tímapunkti fyrir tilviljun. Hann ákvað að tjá sig ekki um gang mála fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefði lokið störfum sínum.

Björgólfur rekur orsakir efnahagshrunsins frá sínum sjónarhóli og segir að enginn einn maður hafi verið þess megnugur að snúa þróuninni við eftir að rekstrarumhverfi bankanna snerist til verri vegar. Hann segist jafnframt hafa verið einn þeirra sem voru í aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála.

„Sú staða sem nú er uppi segir allt um hvernig mér tókst til. Ég bið Íslendinga afsökunar á að hafa ekki staðið mig betur," eru lokaorð hans. - shá
Tekið af Vísir.is 15.apríl 2010.
http://visir.is/article/20100414/SKODANIR/413268820
persónulega held ég að hann hafi ekki skrifað þetta bréf og ég held að þessi maður sé ekki alveg svona fullur eftirsjár.
Það er bara mitt persónulega álit og ég þekki þennann mann ekki neitt. Mér finnst það eginlega vera hálf skítlegt að sega að hver íslendingur beri ábyrgð á sínum skuldum þar sem fólk tók kanski bílalán og fór eftir ráðleggingum bankana og tók erlent. Svo þegar bankarnir hrundu fyrir sakir þessa manns og aðra þá þrefölduðust lánin.
en það er ágætt að einhver sé að taka smá ábyrgð.
Þá er bara að henda þessum manni í gosið :D

Discuss.
c'',)