Ég hugsa að allir hljóti að hafa eitthvað sem þeim finnst óþægilegt/ógeðslegt sem ekki beint fellur undir þessa týpísku skilgreiningu á ‘viðbjóði’.
('þessi týpíska skilgreining' verandi eitthvað eins og þegar fólk borar í nefið, og ég tali nú ekki um ef það étur það. . . ullabjakk)

Persónulega finnst mér mjög mjög óþægilegt ef fólk snertir á mér andlitið og fólkið sem er undanþegið þessu gæti ég talið á fingrum annarrar handar.

Einnig forðast ég í lengstu lög að snerta hurðarhúna á klósettum og annars staðar en heima hjá mér, nota pappír til að taka í þá eða þvæ mér með handspritti eftir á.

Mér finnst hnífapör sem eru þvegin í uppþvottavél aldrei vera hrein, þau verða helst að vera handþvegin.

Mér finnst alltaf vera vond lykt inni í ísskápum. Ég forðast helst að anda of mikið að mér þegar ég næ í hluti í ísskápinn.

En eitt af því viðbjóðslegasta sem ég veit eru mylsnur í smjörinu. Ég hata mylsnur í smjörinu.