Mér hefur aldrei tekist að skilja af hverju 90% foreldra þurfa alltaf að troða millinöfnum inn í nöfn barna sinna. Það er tilgangslaust, óþarfi og í langflestum tilfellum, ljótt. Það sleppur stöku sinnum, that's it. Þessi millinöfn taka yfirleitt allan sjarma af fyrri nöfnunum. Dæmi:

Anton Gunnarsson. Fínt nafn.
Anton Ari Gunnarsson. Ekki fínt nafn.

Svona nöfn sem eru eiginlega gerð sem millinöfn, eins og Ósk, Sif, Dögg, Líf og svo framvegis er alveg einstaklega fugly. Sérstaklega Ósk. Oj. Ég hata Ósk. Það er baaaaaaara til að skemma fyrra nafnið. Dæmi:

Agnes Pálsdóttir. Fínt nafn, frekar virðulegt.
Agnes Ósk Pálsdóttir. OJ. Ljótt og ekki virðulegt.

Mig langar að arga á fólk sem nefnir dætur sínar Ósk að millinafni ‘KRAKKINN VERÐUR EKKI FKN LÍTILL KRÚTTBOLTI AÐ EILÍFU, STFU’.

Ég kveð að sinni. Lifið heil og sæl og ekki nota millinöfn.