Ég var ekki alveg viss um hvort þetta myndi flokkast undir /tilveran, eða /heilsa þannig ég skellti þessu bara hingað inn. Getur sennilega flokkast undir bæði.

…Allavega

Ég minnist þess að hafa lesið einhverntíman, einhversstaðar grein um að elliglöp yrðu brátt læknanleg, þ.e. aðallega brestir í skammtíma minninu, og svo Alsheimer.
…En ég finn ekki tiltekna grein, og ég var að velta því fyrir mér hvort einhver man eftir þessu. Og þá ætlaði ég að spurja, hvort það séu einhver lyf eða slíkt komin á markað við þessu.

…Ef ekki, veit einhver hvort það sé einhver sérstakar fæðutegundir sem draga úr hraðanum á þessum elliglöpum.

Málið er að pabbi minn er bara rétt um fimmtugt og ég er nokkuð viss um hann sé með Alsheimer eða einhverskonar elliglöp á byrjunarstigi. …Þetta er allaveg meira en góðu hófi gegnir hjá honum. Hann s.s. man ekki eftir neinum sjónvarpsþáttum sem koma kannski á vikufresti (áður fyrr var hann vel inn í flestum þeirra), hann er endalaust að spurja að því sama og alltaf er eins og hann sé að heyra af einhverju í fyrsta skiptið sem er kannski búið að nefna oft við hann.

Svo syng ég með honum í núna 2kórum. Hann syngur Tenór og var alltaf frekar snöggur að ná sinni línu. Ég hef lagt það á mig núna í nokkur undanfarin ár að læra bæði Sópran línuna mína, og svo Tenór línuna hans. Ég spila inn fyrir hann línuna sína á diktafón og syng ofan í hann á kóræfingum. …Svo þegar hann er kominn heim er allt stolið úr honum. Annar kórinn er s.s. kirkjukór, og þar eru mörg lög sem þarf að ná með stuttum fyrirvara. T.d. jarðarfararsálmar, og svo núna fermingar messan, páskamessan og svo erum við að æfa fyrir tónleika, þar sem við erum með ýmis dægurlög.

Hann hringlaði þessu öllu saman fram og aftur og ég var búin að raða fyrir hann í möppuna, s.s. setja saman í hóp hvað var hvenær, og hann var búinn að rugla þessu öllu saman og reyndi að fara yfir þetta hvað væri hvenær. “Hvenær verður þetta lag?”. “Bíddu, þetta verður í Páskamessuni” (stóð meira að segja páskar framan á".

…Æj, þetta getur tekið svolítið á taugarnar, en eins og ég segi, lumar einhver á einhverjum ráðum??
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann