Eru þið ekki orðin þreytt á orðinu snilld?

Það nota allir þetta, um allt og alla. Meirað segja þegar að maður er að horfa á enska boltan þá er það ekki lengur “maður leiksins” NEEEEEiiih! það er “snillingur leiksins”.

Og líka af því að þetta er svo ótrúlega ofnotað orð þá getur maður ekki notað það þegar eitthvað er virkileg snilld, því að orðið hefur misst alla merkingu.

Eins og að “elska” ég elska ís, ég elska að fara til útlanda, ég elska tónlist og ég elska kærastan minn - á maður ekki að segja frekar: mér finnst ís góður, mér finnst gaman að fara til útlanda, ég dýrka tónlist en ég elska kærastan minn.

Og ef við myndum aðeins slaka á að segja snilld! þá gæti ég kannski geta sagt: Godspeed tónleikarnir voru snilld.