Ég þarf að kaupa mér nýja fartölvu…

Ég veit ekki hvar ég á að kaupa hana eða hvernig tengud af fartölvu ég á að fá mér..

Félagi minn sagði að það væri ekki sniðugt að kaupa fartölvur í BT og þegar ég spurði hann af hverju þá sagði hann “maður treystir bara ekki BT til að kaupa tölvur”

Vitið þið hvað hann er að meina eða?

En allavega þá var ég að pæla í þessum helstu stöðum…
Elko, BT, Tölvutek, Nýherji..

En ég veit ekki hvar er “ódýrast”

***Hvar keyptuð þið fartölvunar ykkar, á hvað mikið og hvernig tölvur eru þetta.***

Hafði einhverntíman gert “slæm” kaup og hugsað með ykkur

“af hverju í ands***anum keypti ég þessa tölvu, ég sé eftir því að hafa keypt hana því hún er drasl!”

Ég var að pæla að nota svona 115.000 - 130.000 í þessi tölvukaup.

Ég átti Toshipa Sattelite og mér fannst hún mjög þægileg..



Bætt við 17. mars 2010 - 14:11
Ég ætla ekki að nota hana til að spila leiki…
Ég er aðalega í grafískri vinnslu s.s. Photoshop, After effects og þannig..
Síðan mun ég líka nota hana til að liggja uppi í rúmmi, borða snakk og horfa á Þætti/bíómyndir og til að gera verkefni í skólanum…

En það er svo fokking pirrandi hvað sumar af þessum tölvum sem maður er að skoða á netinu eru svo fokking ljótar..