Ég var að horf á heimildaþátt á RÚV um “Skrefin sex sem tengja” (six degrees/6°) og fjallar um það hvernig að með aðeins að tala við manneskju og hún talar við aðra og hún talar við aðra og hún talar við aðra og hún talar við aðra og hún talar við aðra, þá er hægt að koma næstum öllu til skila næstum hvar sem er í heiminum.
Í þættinum voru sendir 50 pakkar til mismunandi staði á jörðu og komust amk. 24 til skila með að meðaltali 6 tengiliði.

Hægt er að líkja þetta við stórt fiskinet, hvernig frumur starfa, samgöngukerfið, “óreiða” dýra og helst alheimsvefnum. Einnig margt fleira.

Það eru ákveðnir “Hubs” sem eru fólk sem hafa fleiri tengsl en aðrir og því líklegri til að tengja í færri liðum og svo aðrir sem þekkja ekki eins marga(Sjá mynd 1 fyrir nánari skýringu á þessu).

Þetta síðan myndaði nýja fræðigrein sem er tengifræði og er aðalega um hvernig með aðeins 6 milliliðum er hægt að ná til nánast allra á hnettinum.

Ég hvet eindregið alla til að horfa á þennan heimildaþátt þar sem hann er frekar fræðandi og gæti leitt til ýmissa nýsköpunarhugmynda.

Ég hef þvímiður ekki meiri tíma til að skrifa þetta svo hrofið endilega á þáttinn.


Myndir, skoðið þær allar!
1: http://lateralaction.com/base/media/post-images/sixdegrees.jpg
2: http://awadoftarek.com/images/6degrees.jpg
3: http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/9/94/Six_degrees_of_separation.png
Hér er myndbandið, það tekur 47:14 mínútur http://www.viddler.com/explore/JasDhaliwal/videos/24/