Það hringdi gaur í mig frá gallup í fyrradag og spurði hvort ég gæti verið með í könnun, hann spurði mig um póstnúmer og að þetta væri eitthvað alþjóðlegt og myndi taka svona 40 mínútur en hann þyrfti að koma heim til mín og taka viðtalið/láta mig fá könnun. Ég sagði nei.

Kærastinn minn fékk sömu hringingu í gær og sagði upphaflega já en var svo upptekinn þegar gaurinn vildi fá að tala við hann en fannst svoldið skrítið að þetta gæti ekki átt sér stað hjá þeim eða gegnum síma.

Ég bara spyr er þetta algengt nú til dags eða bara eitthvað rugl? Ég hef aldrei heyrt um að fólkið sé að koma til manns til að fá upplýsingar.
kveðja Ameza