Ég er búinn að eiga tölvuna mína í næstum því 3 ár og síðan var vesen með sjákortið (sjá þennan þráð)

http://www.hugi.is/taekni/threads.php?page=view&contentId=7079409

Svo “fór ég með hana í viðgerð/skoðun” og gaurinn sagði að þeir myndu skoða tölvuna og láta mig svo vita hvað það myndi kosta mikið að gera við hana..
Svo liðu alveg like 2 vikur og þeir hringdu ekkert eða neitt..
Fyrr en í dag og þá sagði hann:
Það myndi kosta þig 32.ooo kr ef að við myndum setja notað skjákort í tölvuna þína…

Mig langar alveg í nýja fartölvu sem með 4 GB vinnsluminni og svona amk 300 GB hörðum disk..
Því að mér finnst svo gaman að taka hluti glææænýja uppúr kassanum og finna “ný” lyktina af þeim..

En ég veit ekki.. fartölva eins og mig langar í kostar örugglega svona 130 - 160 þúsund..

En á hinn bogin þá veit ég ekki hversu lengi þessi 30 þúsund króna ‘viðgerð’ á eftir að endast lengi…

En mér fannst mín svo þægileg því að á “touch pad-inu” voru svona nokkrar flýti leiðir sem eru ekkert á öllum tölvum..
ég gat “minimize-að” glugga með því að ýta á einn stað á “touch pad-inu” og stækkað þá á öðrum stað.. MJÖG ÞÆGILEGT..

En endilega.. ef svo ólíklega myndi vilja til að þið væruð akkurat í mínum sporum.. eða ef þið hafið verið í mínum sporum og hafið reynslu þá væri fínt ef að einhver væri til í að hella úr viskubrunnum sínum yfir mig…

=D