Um daginn fór ég með vinkonu minni á Hlöllabáta, þarna í miðbænum.
Þar var einhver útlendingur (að ég held) að afgreiða. Hún pantaði sér einhvern svona bát og settumst við bara niður og biðum á meðan hann bjó bátinn til.
Aðfarirnar fannst mér ekki frýnilegar, hann notaði ekki hanska og kroppaði í allt sem hann setti á þetta, og á meðann hann var að skella gummsinu í brauðið hélt hann á því án þess að vera með bréfið á milli og notaði bara puttana til að sporna við að kálið læki út og svona. E.t.v. nýbúinn að bora í nefið eða e-ð verra!
Svo hafði grillið sennilega ekkert verið þrifið þann daginn enda var það orðið ansi subbý.
Ég hafði planað að fá mér líka eitthvað þarna að éta, en ég missti gjörsamlega matarlystina.
…Þessi herlegheit + lítil kókdós kostuðu svo um 1500 kall.

Já, en þetta borðaði hún samt með bestu lyst að ég held, enda var hún ekki eins mikið að stara og ég á útbúnaðinn hjá þessum manni.

Eru ekki til einhverjar reglur yfir það hreinlæti sem þarf að gilda á svona stöðum. Sbr Subway, þar sem allt er tiptop?
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann