Í gær eftir æfingu ætlaði ég að fá mér Hámark próteindrykk og þar sem liðið var að kvöldi þurfti ég að fara á bensínstöð. Ég fór á Shell og verðið á einni fernu var 259 kr. Daginn eftir (í dag) fór ég í Bónus og rakst á verðið á einni fernu þar sem kostaði rúmar 168 kr. Verðmunurinn eru rúm 54% eða um 90 krónur. Bara að segja ykkur að skoða verðið og gera samanburð áður en þið kaupið.. sérstaklega á bensínstöðvum ;)