Ég vil bara koma því á framfærir núna fyrst að mér finnst út í hött að fara að lögleiða eiturefni á borð við kannabis, því þótt efnið sé ekki skaðlegt, þá hefur víman mikil áhrif á hegðun einstaklingsins og rökhugsun.
Þið viljið mjög líklega svara mér á þennan veg: ,,En tóbak og áfengi er miklu meira skaðlegara, man :@"
Og hvað með það? Á þá líka að lögleiða kannabis? Bara út af því tóbak og áfengi er nú þegar leyft? Heimskulegt svar, svo sleppið því.
Nú spyr ég ykkur, kæra fólk: Viljið þið ala börn ykkar í kringum uppdópað fólk. Því ég veit, og þið gerið það líka, að fólk mun nýta áhrif frá kannabis efnum miklu meira heldur en þau notfæra sér vímu sem kemur frá áfengi.