Kannast einhver hérna við það að vera ógeðslega pirraður útaf einhverju sem skiptir eiginlega engu máli? Er af ákveðnum ástæðum mjööög pirruð útaf einhverju sem skiptir núll máli, mig langar geðveikt til að tala um það en ég vil það ekki því það er ekki einu sinni þess virði til að tala um, það væri líka asnalegt svo ég sleppi því að tala um það en verð bara meira pirruð útaf því.

Ég er ógeðslega svöng eftir “langan” vinnudag en það er ekkert til að éta, og ég get ekki farið í sturtu því að það er ekki til sjampó.

Svo var ég að flytja í leiðinlegasta bæ sem ég hef búið í AFTUR, get ekki djammað um helgina og mig langar ógeðslega á tónleika á morgun, svo var árshátíðinni í skólanum mínum frestað af því að skólastjóranum finnst það stuðla að drykkju eða eitthvað álíka, og ég á eiginlega engan pening. I hate life.

Bæbæ.