Bara svona því mér leiðist. Þeir sem nenna ekki að lesa allt mega endilega lesa fram að bandstrikunum (—-), því það sem á eftir því kemur er aðeins persónulegt dæmi um mögulegan fáránleika lögreglunnar sem stofnun.

Í tilefni af þræði sem er nokkurra daga gamall og viðbrögð nokkurra hugara við kvörtunum varðandi lögregluna datt mér í hug að nöldra um lögregluna á hátt sem fólk skilur vonandi.

Ég geri mér grein fyrir því (einsog fólk nefndi) að lögreglumenn eru mismunandi, og in fact þá er náfrændi minn (þiðvitið, stórafrændatýpan sem þið dýrkuðuð lítil) í lögreglunni, og coincidentally handtók hann mig einu sinni. Ég veit samt að hann er ekki fífl, þetta var bara vinnan hans.

Eftir stendur að lögreglumenn eru mismunandi, sem veldur því að það er auðvelt að kvarta undan lögreglunni sem stofnun, rétt einsog hægt er að kvarta undan leiðinlegum kassamanneskjum, þó maður hafi hitt margar frábærar, og kassamanneskjur geta kvartað undan viðskiptavinum, þó þær hafi hitt marga frábæra. Einsog ég var að enda við að svara í þræðinum hans SinSin þekki ég til þess að gaur hafi verið laminn af lögreglumönnum fyrir að fokka á lögreglubílinn þeirra. Það er alls ekki einsdæmi, en, lögreglumenn eru mismunandi og svona lögreglumenn eru í minnihlutahóp og að sjálfsögðu (hlýtur) að vera að reyna að uppræta þetta, enda þarf lögreglan traust.

Það er því nokkuð augljóst að, þó það sé t.d. ekki algengt að lögreglan gangi í skrokk á fólki, þá er það augljóslega ekki það eina sem er að í lögreglunni. Það er aldrei nokkurntímann aðeins einn alvarlegur hlutur að og auðvelt er að gera ráð fyrir því að einhverjir lögreglumenn skapi fólki viljandi vanda án nokkurar ástæðu, þó það sé ekki einfaldlega ofbeldi. Fyrst random ofbeldi fyrirfinnst, hlýtur eitthvað minna einnig að fyrirfinnast, og því auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að lögreglunni sem heild er ekki treystandi, því maður veit hreinlega ekki hvernig lögreglumanni maður lendir á.

Einnig má gagnrýna hvernig lögreglan starfar, og þá er ekki lögreglumönnum um að kenna heldur lögreglunni sem stofnun, sama af hvaða ástæðum lögreglan starfar einsog hún starfar.

Því til stuðnings vil ég koma að þeim þremur skiptum sem ég hef verið tekinn til yfirheyrslu (þar sem ég hef aðeins einu sinni verið opinberlega handtekinn segi ég yfirheyrslu for a lack of a better term).

—————

Fyrst vil ég nefna nýlegt skipti, þar sem lögreglan hafði fullan rétt á að taka mig til yfirheyrslu. Ég var fullur að keyra og lögreglan stoppaði mig heilum fimmtíu metrum eftir að ég lagði af stað. Ég var færður niðurástöð þar sem tekið var blóðsýni og mér að því loknu sleppt.

Svo vil ég nefna fyrsta skiptið sem ég var handtekinn. Ég hafði planað að fara í kannabisútilegu með nokkrum vinum mínum og þessvegna höfðu verið keypt nokkur grömm kvöldið áður en við lögðum af stað. Áður en ég lagði af stað úr bænum talaði ég við móður mína í síma (sem hélt að við ætluðum bara á fyllerí) til að láta hana vita að ég væri að fara að leggja af stað. Það var um klukkan 11.

Rétt eftir það dó síminn minn svo ég notaði annan síma með öðru númeri sem ég átti þá. Það sem ég hafði ekki minnst á í síma heldur aðeins talað um það á msn var að ég var ekki að fara beint á staðinn sem við ætluðum í útilegu á, heldur ætlaði ég að sækja vin minn fyrst. Lengst út á land í allt aðra átt en við ætluðum í útilegu á. Á meðan ég keyrði þangað hafði svæðislögreglan á svæðinu sem við ætluðum í útilegu á hafið mikinn viðbúnað og stoppaði hvern einasta bíl sem keyrði þangað sem við ætluðum. Eftir að hafa náð í þennan vin minn og keyrt í næsta bæjarfélag við staðinn sem við ætluðum á var klukkan orðin rúmlega sjö. Við stoppuðum þar aðeins, fórum í körfubolta og fleira, en lögðum svo af stað. Fimm mínútur fyrir utan bæjarfélagið sáum við hvar lögregubíll beið í engri leyni og (skv. vini mínum í framsætinu) hölluðu sér fram til að skoða hvert einasta bílnúmer. Ég var fremstur í fjögurra bíla bílalest og lögreglan keyrði á eftir okkur, tók fram úr öllum hinum bílunum og stöðvaði okkur. Inní bílnum voru tveir lögreglumenn sem ég persónulega þekkti/kannaðist við (annar þeirra frændi minn) sem keyrðu mig og bílinn (með farþegum) niðurástöð, þarsem þeir leituðu í bílnum og fundu grasið sem við ætluðum í útilegu með.

Lögreglan stóð í þeirri trú að við værum dópsalar sem værum að nota útileguna sem ploy til að vera nálægt nálægu hestamannamóti, þar sem við áttum allegedly að ætla okkur að selja dóp. Eftir að hafa fundið grasið fór konan sem stjórnaði hundinum í hálfgert frenzy og kallaði okkur öllum illum nöfnum af fullkomnri kæti, handviss um að hún væri “alveg að fara að finna eitthvað sterkara”, eins og það kætti hana. Ég veit ekki hvort það var vegna andúðar á föður mínum (sem flestallir í bæjarfélaginu vita hver er), eða, það sem líklegra er, að henni finnist einfaldlega svona gaman að því þegar fólk er uppvíst að einhverju ólöglegu.

Auk þess að leitað væri í bílnum átti að leita á okkur öllum. Ein stelpa var í hópnum og þurfti konan því að leita á henni. Engin lykt fannst af okkur (skv. hundinum) og var þetta því meira general proceeding en nokkuð annað. Einn þurfti að strippa niður á nærbuxurnar ef ég man rétt, hinir tveir fengu bara thorough leit í vösum og týpískra dyravarðaleit til að athuga hvort þeir væru nokkuð með eitthvað inná sér, á meðan konan tók stelpuna í stripsearch. Það gleymdist hinsvegar að leita á mér (þó ég hafi ekki verið með neitt inn á mér svo það kom ekki að sök fyrir lögregluna), líklega því allir vissu hver pabbi minn er, og komið var almennt mikið betur fram við mig en hina (þó ég hafi ekki frétt það fyrr en eftir á, þarsem ég var alltaf aðskildur frá þeim, þó þau væru ekki aðskilin). Rúmlega klukkutíma inní leitina í bílnum var ég hinsvegar spurður hvort búið væri að leita á mér, og svaraði ég því neitandi, en þó var ekki leitað á mér eftir það.

Ég hafði reykt gras þrem dögum fyrir þetta og var því afar edrú, en engu að síður var ég handtekinn fyrir það og settur í fangaklefa á stöðinni á meðan þeir kláruðu að leita í bílnum og fleira. Allan tímann hafði ég ekki fengið að hringja neitt því, þarsem við vorum víst suspects sem stórhættulegir dópsalar, ætluðu að fara heim til pabba og raida staðinn, sem var mjög stór ákvörðun miðað við hver hann er (þið vitið hvernig pólitík er). Eftir að hafa komist að því að saga okkar um að þetta var hreinlega kannabisútilega var ekki lygi heldur greinilegur sannleikur urðu þeir mjög skömmustulegir og hættu við það, og við vorum öll komin út um miðnætti (ég var seinastur út (handtekinn vegna “aksturs undir fyrrverandi áhrifum”), tveir vinir mínir höfðu farið stuttu áður út (grasið var í bakpokunum þeirra og þeir því handteknir), stelpan hafði farið fyrst út eftir að pabbi hennar hafði mætt brjálaður niðrástöð og einn vinur minn fékk að fara út eftir símtal við föður sinn þarsem hann kvartaði yfir því að þeir væru að halda honum af engri ástæðu, sem varð til þess að pabbi hans hringdi í frænda sinn (lögreglustjóra bæjarins) sem staðfesti að þeir mættu ekki halda honum, svo honum var sleppt).

Þessi saga varð svosem miklu meira detailed en ég upphaflega hugsaði, en þarna kemur fram ýmislegt sem er hægt að segja nokkuð fáránlegt. Til að byrja með er hálfaugljóst að síminn minn var hleraður, þó ég viti ekki afhverju, og þeir byggðu allan daginn sinn á því að leita að mér í þeirri fictional trú að við værum stórhættuleg (og í raun veit ég ekki hvernig þau komust að þeirri niðurstöðu) og einnig í þeirri trú að við værum á svæðinu, þarsem ég notaði annan síma eftir að hafa rætt við móður mína um að vera lagður af stað, á meðan þau hundsuðu fyllerishátíðina sem átti sér stað rétt hjá (hestamannamótið). Daginn eftir var tilkynnt að allt hafi farið friðsamlega fram þar, á meðan ástæðan fyrir því er líklega sú að lögreglan var ekki á staðnum allan daginn og því enginn til að athuga hvort hlutirnir hafi verið friðsamlegir eða ekki. Svo var greinilega farið mismunandi vel með okkur byggt á því hverja við þekktum, og að lokum var ég ákærður (og dæmdur) fyrir að keyra undir áhrifum, þó áhrifin hafi löngu verið farin og ég verið edrú að keyra, og mikið meira vesen gert útaf því en því þegar ég var (réttilega) tekinn fullur undir stýri. Síðast en ekki síst skemmdu þeir helgi af innocent hlátri fyrir okkur, einfaldlega því við megum ekki nota ákveðið efni skv. lögum, en það er önnur umræða (þó hún tengist lögreglunni sem stofnun). Ég get kvartað yfir þessu, enda margt sem var að í þessari “aðgerð” lögreglunnar, meðal annars slappt factchecking og ólöglegar hleranir.

Síðasta skiptið var svo mánuði eftir fyrstu reynsluna, þegar ég fór á þjóðhátíð og tók bílinn minn með. Ég mætti á mánudagskvöldi fyrir þjóðhátíð, en þarsem bíllinn minn var á skrá eftir ævintýrið mánuði áður var ég að sjálfsögðu tekinn. Eftir ævintýrið hafði ég ekki svo mikið sem snert gras til að geta komið með bílinn á þjóðhátíð án þess að vera ákærður fyrir akstur undir áhrifum.

Þarna vorum við stoppaðir, ég og vinur minn (sem hafði einnig verið í ævintýrinu sem ég var að lýsa og, einsog ég, hafði ekki snert gras síðan þá). Við leyfðum þeim að leita í bílnum, enda höfðum við ekkert að fela (og alveg nógan tíma til að drepa). Þeir, öfugt við lögregluna á hinum staðnum, komu vel fram við okkur báða og voru almennt mjög fínir og skemmtilegir. Hinsvegar fann hundurinn þeirra lykt af einhverju í bílnum, og einnig sterka lykt af mér (þó ég hafi verið í nýþvoðum vinnufötum sem ég hafði aldrei svo mikið sem reykt í, hvað þá nýlega og þarsem ég hafði ekki einu sinni svo mikið sem séð “eiturlyf” í mánuð kom þetta mér mjög á óvart og sannaði fyrir mér að hundarnir eru fullkomlega ótraustverðir. Eftir fullkomna leit í bílnum og stripsearch á mér og félaga mínum var okkur svo sleppt, þó þeir hafi reyndar rökrætt í tíu mínútur um þvagprófið mitt (en það voru mjög ógreinilegar leifar af THC þar) og voru þeir að pæla í því hvort þeir ættu að ákæra mig, en eftir, einsog ég sagði, tíu mínútna rökræður um það komust þeir að þeirri niðurstöðu að hey, það væri greinilega liðinn mánuður síðan ég reykti fyrst leifarnar voru svona ógreinilegar, og því myndu þeir bara sleppa því.

Það sem ég hef aðallega að setja út á þetta er bæði það að ég var greinilega edrú að keyra og hafði ekki neytt ólöglegra efna síðan ég var seinast handtekinn, en samt voru þeir að pæla í því að ákæra mig, og náttúrulega þessi hundur þeirra. Eftir rúma 2 tíma fengum við að fara (en þeir keyptu þó handa okkur sitthvora hálfslítra gosflöskuna fyrir ómakið).

Ég veit að fáir nenna að lesa þetta, en það fólk sem nennir því ekki hefur heldur enga afsökun fyrir því að setja útá skoðanir mínar á lögreglunni.