Þarna plataði ég ykkur!! :)
Þið hélduð ábyggilega að þið væruð að fara að lesa um frammistöðu liðsins á móti Frökkum …en svo er víst ekki.
…En já!
Ég held að það hafi verið í Kastljósinu í gær, að það væri svo mikið álag á ruv.is þegar leikirnir eru í gangi og var þeim tilmælum beint til fólks að horfa frekar á leikina í sjónvarpinu.
Ég játa það að ég er ein að þeim sem horfa á þetta á netinu, og er því að valda öðrum ursla sem vilja líka horfa, en þá ekki í þeim gæðum sem ættu að öllu jafnan að vera.

…En ég bara verð!
Í 1. lagi er svo dæmalaust leiðinlegt að horfa á þetta með honum pabba mínum, sem er svo uppfullur af ranghugmyndum um reglur hanbolta. Hann verður líka svo æstur og fer að búa til einhverjar samsæriskenningar á staðnum o.s.fr.
Já, þessvegna finnst mér best að horfa á þetta inni í mínu herbergi í tölvunni minni með eyrnatappa og slökt á talinu, þar sem mér finnst í 2. lagi Adolf Ingi afspyrnu leiðinlegur maður.
Hef þetta ekki lengra…
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann