Ekki fyrir löngu var gefinn út bæklingur í New York sem aðstoðar fólk við notkun á heroíni. Þennan bækling má sjá hér:

http://izismile.com/2010/01/29/how_to_drug_yourself_into_submission_without_killing_yourself_pics.html

Þessi bæklingur hefur vissulega vakið umræðu og, að mér skilst, mest megnis af henni verið neikvæð. Þess vegna langaði mig að vita hvað hugurum finnst um þetta mál.

Mitt álit er jákvætt gagnvart þessu. Fólk vill meina að þetta fái fólk til þess að vilja nota þetta ógeðslega efni en fyrir mér er það vitleysa. Fólk notar heróín og mun nota heróín. Þeir sem byrja í slíkri neyslu byrja ekki vegna þess að hafa lesið það í einhverju bæklingi, eins og svo margir vilja meina. Hinsvegar hafa þeir sem leiðast út í slíkt, leiðbeiningar um hvernig á að gera það rétt. Með slíkri fræðslu er hægt að minnka HIV smitanir, dauðsföll og aðra sjúkdóma sem fylgja slíkum lifnaðarhætti.

Hvað finnst ykkur?