Sæl verið þið.
Ég hef aldrei átt gönguskó, en stunda þó fjallgöngur og aðra útivist í nokkru mæli. Hingað til hafa gúmmítúttur og vengjulegir strigaskór dugað mér ágætlega.
En nú er svo komið að mig langar til þess að söðla aðeins um og festa kaup á ekta gönguskóm, til þess að stúta ekki algjörlega á mér fótunum.
Þá er spurningin þessi: Hvort er betra að kaupa gönguskó sem eru “ökklaháir”? Eða gönguskór sem hafa hæð svipaða og flestir strigaskór?
Ég var nefnilega að spá í þessu, vegna þess að þegar maður gengur á grýttu landsvæði, þá vill það til að maður misstígur sig nokkuð mikið og ég hef vanið mig á að bregðast við á þann hátt að ég beygi mig niður og fylgi sveigjunni sem kemur á ökklann. En ef skórnir eru “ökklaháir”, þá er sennilega sá möguleiki ekki í boði. …Gæti þá ekki bara leggurinn sjálfur brotnað, þar sem skórinn styður alveg við ökklann, og ef t.d. smá hluti af skónum rennur ofan í mislægð?
Það er enginn tilgangur með lífinu ….það ert þú sjálf/ur sem skapar hann