Ég er frekar smámunasamur og læt skrítna hluti pirra mig og eitt af því er mamma mín.

Það pirrar mig rosalega að hún notar bara einn fingur við að skrifa á lyklaborð. Þó ég hafi margoft reynt að sýna henni hvernig fingrasetningin virkar, ég man ekki alveg hvað þetta heitir.

Hún hefur gjörsamlega engan smekk á tónlist eða kvikmyndum og það má ekki vera kveikt á útvarpinu þegar hún er að keyra og svo ef það er mynd í sjónvarpinu sem eitthvað gerist í, t.d. fólk talar eða labbar fremur hratt þá flippar hún á milli stöðva í hálftíma þangað til að hún er kominn á bbc lifestyle og það er verið að gera einhverja sósu.

Svo þegar hún er að keyra.. það er algjör brandari, hún þorir ekki að keyra á “hraðbrautum” kallast varla hraðbrautir hérna á Íslandi en ég er að meina götur með fleiri en 2 akreinum.

Alltaf þegar hún þarf að komast í Kópavoginn þorir hún ekki að keyra Reykjanesbrautina og tekur 15 mínútna krók um Digraneshverfið í Kópavogi. Svo ef hún ætlar niður í bæ þorir hún ekki að taka Sæbrautina eða Suðurlandsbrautina og tekur því svaka krók um Laugardalinn í gegnum Bústaðarveginn.

Og þessi fáu skipti sem hún neyðist til að fara á hraðbraut þá kallar hún eins og vitfirringur “er bíll fyrir aftan mig?!? get ég skipt um akrein?!?!?”.

Alveg yndisleg mamma, en þessir litlu hlutir pirra mig.
Vonandi var þetta skemmtilegur lestur og endilega komdu með eitthvað jafn æðislegt um þína mömmu eða kommentaðu.

Bætt við 10. janúar 2010 - 00:30
Alltaf þegar hún þarf að komast í Kópavoginn þorir hún ekki að keyra Reykjanesbrautina og tekur 15 mínútna krók um Digraneshverfið í Kópavogi.

Er að meina í t.d. hverfi sem krefjast þess að maður keyri Reykjanesbrautina eins og Salahverfið.