Alla mína ævi hef ég verið extreme B-týpa. Þ.e.a.s. ég sofna seint og vakna seint. Hef verið andvaka oftar en nokkur maður gæti talið og finnst yfirleitt voða gott að sofa frameftir.

En allt í einu er eins og ég hafi breyst í A-týpu. Klukkan 10 á kvöldin er ég uppgefin og langar bara að fara að sofa. Ég vakna kl. 6 og 7 á morgnana og get alls ekki sofnað aftur. Þetta gerðist bara á einum degi og ég hef verið svona síðan …

Ég held að ég eigi að vera ánægð með þetta, er það ekki? Þetta þykir allavega eðlilegra og maður getur kannski gert eitthvað af viti svona snemma á morgnana.

Þetta er samt ótrúlega spes …