..því það virðist virka, ekki satt?

Ég stofnaði facebook hóp til mótmæla við allri stjórn landsins eins og hún leggur sig. Sama hvort litið er til hægri eða vinstri, hvaða flokks og hvaða embættis sem er; allir tala í hringi, í mótsögn við sjálfa sig og oft á algjörlega út úr rassgatinu á sér. Því vil ég losna við allt heila klabbið, burt með ríkisstjórnina, forsetann, lögregluembættið og dómsvaldið. Burt með þetta allt saman, og snúum aftur til þess tíma er fjölskylduhefnd var það sem gilti. Burt með Steingrím, færið mér Sturlunga!

Ég geri mér fulla grein fyrir að markmið þessa hóps er ekki raunhæft. En með þessu vil ég senda skýr skilaboð; ég tel engan á þingi hæfan til að stjórna landinu. Ég er komin með æluna fullkomlega upp í háls yfir svívirðilegum lygum og hræsni stjórnvalda og mér finnst grátlegt að forsetinn láti stjórnast af nokkur þúsund hálfvitum í facebook hópi, án vafa í einhverskonar lokaleit að vinsældum.
Burt með allt þetta helvítis pakk. Sýnum að við erum ekki ánægð með neinn í þessari vanhæfu stjórn.


Skítkast velkomið, en ég svara bara því sem mér þykir þess verðugt.

Bætt við 6. janúar 2010 - 12:17
http://www.facebook.com/#/group.php?gid=237888664188&ref=nf
We're all mad here