Ég fór í Smáralind í dag að tékka á útsölunum og ég var aðallega að fókusa á boli í þetta skiptið..
Ég var búinn að fara í Blend og Jack&Jones að skoða og svona og síðan ákvað ég að fara í SMASH..
Í SMASH þá sá ég nokkra nett svona Carhert boli en þeir voru svoldið dýrir.. og svo var svona slá og það stóð 30% afsláttur og ég sá þennan bol og var bara já okei hann er frekar nettur ..
ég tók einn svona bol og mátaði hann í small.. en mér fannst hann vera svoldið þröngur þannig að ég mátaði hann í Large
en mér fannst sniðið vera svoldið skrýtið á honum og mér hálfsmálið líka vera svoldið vítt.. en ég hugsaði bara með mér að þetta væri þróunin á tískunni..
síðan fór ég að afgreiðsluborðinu og sagðist ætla að fá þennan..
Þá sagði afgreiðslumaðurinn “Er þetta gjöf?”
og ég var bara “Nei af hverju..?”
"Nei bara af því að þetta er dömubolur….. Karlafötin eru þarna hinum megin á vegnum“
”Er þetta kvennkyns“ sagði ég..
”Já þetta er kvennkynsbolur“ sagði afgreiðslumaðurinn
þá leið mér frekar mjög mikið awkward og byrjaði eitthvað að babbla.. ”Já.. öö.. ég ruglaðist.. sorrý.. bless"
Síðan labbaði ég út úr búðinni.. skömmustulegur á svip hugsandi út í það að ég hafði mátað kvennkyns bol..
En góðu fréttirnar eru þær að ég fann 5
karlkynsboli..
2 í Jack&Jones
2 í Zöru
og 1 í Gallerý 17