Já, þú last rétt, annar Avatar þráður.

Þarf að venta smá hérna. Keyrði frá Selfossi til Reykjavíkur til að fara á Avatar í 3D, og allt gekk vel. Stoppaði á Olís og fékk mér pulsu og kók, sá klikkað flottan fugl og var spenntur fyrir myndinni. Kaupi miða, fer að kaupa nammi og ein röðin alveg tóm, ég hugsa “jess, djöfull verður þetta klikkað”. Fæ mér popp-gos-nammi. Bíð svo í 3 min eftir að salurinn opnar, svo fæ ég gleraugun og það eru ekki þessi ömurlegur mjúku gleraugu heldur alvöru töffaragleraugu. Svo sest ég, í góðum fýling og sé fyndna matarmyndarauglýsingu í þrívídd og segir við næsta mann; “næs”. Svo byrjar myndin og hún er bara nokkuð góð, blátt fólk með skott og ekta bíófýlingur. Svo þegar u.þ.b hálftími er liðinn og ég fer að hugsa “á ekki að fara að koma neitt alvöru action”. Svo fer kallinn í vélmenninu eitthvað út og þá gerist það… allt varð svart. Hljóðið heldur áfram og maður heyrir að eitthvað geðveikt klikkað er í gangi, en ekkert sést. Ég segir við sjálfan mig; “Meh, þetta lagast bráðum”. Svo þegar svona 3 min eru liðnar fara einverjir að klappa fyrir góðri mynd, en það er engin mynd. Þannig ég hugsa “Meh, núna fer þetta að koma”. Svo fer fólk að standa upp að kaupa nammi og svoleiðis og þá, 6 min eftir að myndin hvarf kemur hún aftur og ég hugsa ; “Jess, loksins, en bíddu, af hverju er auglýsing í miðri sýningu”. Svo kemur starfsmaður og segir; “Bilað, farið út”. Og þá hugsa ég; “Meh, ég á þó hálfan líter af gosi”. Ég rölti útí bíl og smakka gosið og hugsa; “Darn, ekki gott gos”

Og þannig líkur þessari sorgarsögu. Vona að þið hafið notið þess að lesa um ófarir mína, ég naut þess að skrifa þær upp. Smá wall of text en ég meina.. reyniði bara að hugsa; “meh”