Hvað er málið með allt þetta: “ég hata þessa gæja” eða “Fólk sem er svona er svo asnaleg og ég hata það”

Ég sá kork áðan um mann sem hatar emo því að emo skera sig eða eitthvað í þá áttina. Hvað með það þó að þeir skeri sig? hvað kemur það þér við hvað annað fólk gerir sjálfum sér?

Svo var einhver annar að nöldra yfir að fólk sem kann ekki Y-reglur og stafsetnigu ætti bara ekki að vera á spjall rásum, sá/sú verður hér eftir nefndur “Jórtuleður”. Herra/Frú jórtuleður minntist líka á það að fólk sem er málhalt ætti ekki að taka þátt í samræðum. (hef hann/hana undir grun af því að vera tröllskessa)

Ég ætla nú ekki að leggjast eins lágt og sumir hugarar sem segjast hata hitt og þetta og eru að reyna að þröngva sínum skoðunum og viðmiðum á aðra, en common! mér mislíkar líka sumt fólk en það er ekki af eins shallow ástæðum og að fólk sé emo og skeri sig eða að það geti ekki lært stafsetnigu og þó mér mis líki eitthvað þá HATA ég það ekki

Tröll eru tröll, Dushbags eru dushbags, emo eru emo. þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera deal with it.
Common sense is not as common as one might think