Ég sit hérna heima hjá mér og hlusta á Jólastjörnuna yfir lærdómnum og þá kemur einhver íslensk útgáfa af Santa Claus is coming to town, heyrist það vera Jónsi í Svörtum Fötum að syngja, án þess að vera viss.

Allt í góðu, ekkert frábært lag en svona bara eins og gengur að gerist.

Nema hvað, textinn var eitthvað á þessa leið:

“Þú veist þegar hann kemur, þig hlakkar alltaf til.”

Ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að halda. “Mér hlýtur að vera að misheyrast” hugsaði ég. En nei, þetta erindi kom aftur og ég næstum því svarið fyrir það að að “þig hlakkar alltaf til” var sagt.

Hvar endar þetta?! Í alvöru talað, ég reyni að halda aftur af mér þegar fólk segir eitthvað svona í daglegu tali eða skrifar á “óopinberar” síður ef hægt er að kalla þetta það, þ.e. Huga, Facebook og slíkt. En þegar þetta er komið í jólalög, þá veit ég ekki hvað ég á að halda lengur!

Sorgleg þróun! :(

Endilega leiðréttið mig ef mér misheyrðist svona hrapalega samt! :)
Og já, ég veit að ég er mögulega að gera úlfalda úr mýflugu fyrir suma en ég veit það eru margir sammála mér líka.
nei