mbl.is
Snýst um lítinn bút í myndskeiðinu

Bútur sem framleiddur var með stjörnunum úr sjónvarpsþáttunum um Litla Bretland er ástæða þess að Sagafilm óskaði eftir því að Baugs myndskeiðið svokallaði yrði fjarlægt af YouTube.

Þetta segir Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri Sagafilm. Í samningum sem fyrirtækið gerði vegna framleiðslu innslaganna var ákvæði um að bútarnir mættu ekki vera sýndir á netinu. „Við höfum einfaldlega ekki efni á að borga sektir sem kynnu að ljótast af þessu“ segir Kjartan. Baugs myndbandið er úr veislu sem fyrirtækið hélt í Mónakó þar sem fjöldi þekktra andlita bregður fyrir en auk þeirra félaga úr Litla Bretlandi steig Tina Turner á stokk.

Og hérna er myndbandið! ;*

http://www.dailymotion.com/video/xb78m8_baugur-day-2007_news