Heyrðu þannig er mál með vexti að ég á fartölvu og um daginn þá fylltist minnið í henni og tölvan lét mig vita að ég þyrfti að taka til í henni. Ég gerði það og fékk aftur svona 100 mb og svo aftur klukkutíma seinna var hún orðinn full aftur, þannig ég deleta aftur einhverjum minnisstórum fælum en svo stuttu seinna verður diskurinn aftur fullur. Og svona er þetta búið að ganga í nokkra daga hjá mér. Veit einhver hvað er að og hvernig ég get lagað það?