Hérna, er það ‘barnalegt’ af mér að ætla ekki að gefa systur minni neina afmælisgjöf fyrst að hún gaf mér ekki neitt þegar ég átti seinast afmæli?
Hún spurði mig eitthvað nýlega ‘Hvað ætlarðu að gefa mér í afmælisgjöf? : D’ og fór svo í geðveika fýlu þegar ég benti henni pent á að hún hefði ekki gefið mér neitt þegar ég átti afmæli (og við vorum í útlöndum þegar ég átti afmæli, þannig að það er ekki eins og hún hafi ekki haft nóg af tækifærum til að kaupa eitthvað handa mér) og hreytti einhverju ‘váá hvað þú ert barnaleg’ í mig og reyndi svo að nota það gegn mér að ég hefði sagt fyrir fimm mánuðum eða eitthvað að ég ætlaði að gefa henni eitthvað decent þegar hún ætti afmæli, en það var áður en ég átti afmæli og hún gaf mér ekki neitt.

Ég vil taka það fram að mér var sléttsama um að fá ekki neitt frá henni áður en hún fór að ætlast til þess að ég gæfi henni eitthvað. Svo að, er það ég sem er barnaleg eða er það hún sem er frekja?