Hvað ég er pirruð…

Hef lesið allnokkra þræði hérna um ljósabekki, einmitt einn á forsíðunni núna.. well.. Það eru venjulega svona 200.000{ýkt} komment nákvæmlega eins og eftirfarandi:

A-Ég er ekkert skinka ef ég fer í einn og einn ljósatíma!
B-Jú víst ertu skinka!
C-Nei það eru sko ekkert bara skinkur sem fara í ljós!
B-Uhh jú það er óggzzleega skinkulegat að fara í ljós
R-Uuuuh guð minn, ég er ekkert skinka ef ég fer í ljós því ég er með bólur..
E-Þú ert skinka!
S- Vá hvað þessar stelpur eru miklar skinkur!
T- Ég hata skinkur
M-Skinkur eru hot..
Q-Ég er með ofnæmi fyrir skinku! [eina sem meikar sens]

Okei, skiptir engu hvað þetta fólk var að segja.. En staðreyndin að þau voru nánast öll að tala um SKINKUR eins og það væri eitthvað annað matvæli fór gífurlega í mig…

Hvað er skinka? Því það er ekki í Íslenzkri Orðabók frá 1979 og á fleiri stöðum leitaði ég ekki því ég er í tímaþröng…

Og hver tók upp á því að kalla stelpur, af þessari sérstöku tegund, Skinkur? Örugglega fyndið að vera sú manneskja því núna er þetta bara label, eins og t.d. goth og fleira í þeim dúr. MATVARA… C'mon

Enlighten me

Sting svo upp á því að við breytum þessu í gúrkur héðan í frá… (ekki?)

{og nei ég er ekki alltaf svona bitur}
He who wants a rose must respect the thorn…