Við félagarnir förum oft í Samkaup á morgnanna og kaupum okkur eitthvað í gottinn. Einn morgunin kemur verslunarstjórinn til mín og félaga míns og segir okkur að vinsamlega hætta að versla hérna… Ég spyr afhverju og hann byður mig og hann að koma inná skrifstofu, ég neita og segi að ég skuli þá bara að sleppa því að versla í þetta skipti og labba út. Við félagi minn förum að velta því fyrir okkur afhverju í ósköpunum hann var að segja þetta við okkur.

Tveimur dögum seinna komum við aftur og um leið og við stígum inn í búðina dregur hann okkur inn á skrifstofu, sýnir okkur blöð um að þessi vinur minn sem stóð þarna með mér hafi verið að stela og sýnir okkur myndir af honum haldandi á langlokunni sinni sem hann kom með inn í búðina.


Ókei ég er ekki að segja að það sé tilgangslaust að kíkja á myndavélar þegar svona atvik á sér stað EN AÐ KÍKJA EKKI HVORT HANN HAFI VERIÐ MEÐ ÞETTA ÁÐUR finnst algjört hneyksli. Svo þegar við vorum búnir að hella okkur aðeins yfir hann segir hann “þið eruð að verða of seinir í tíma strákar og ef þetta gerist aftur ber mér að tilkynna til lögreglu” tilkynna hvað? að við höfum labbað inn í Samkaup í okkar sakleysi og keypt okkur að borða? Hvað finnst ykkur um svona fólk sem kæra mann bara á staðnum afþví við vorum “grunsamlegir”. Mér finnst þetta allavega ekki Mannbjóðandi. Takk fyrir mig.