Þannig er því háttað að ég fór í blóðprufu í dag útaf því að ég er að fara að byrja á lyfinu Decutan(held ég að það hafi heitið).

Eftir blóðprufuna mundi ég allt í einu eftir þeirri staðreynd að efnið THC í grasi helst þónokkurn tíma í blóðinu. Því spyr ég ykkur, hugarar, er einhver möguleiki á því að efnið finnist í þessari prufu og ef svo er, hefur blóðprufufólkið(í leit að betra orði) rétt til þess að segja foreldrum mínum frá því?

Bætt við 24. september 2009 - 19:17
Gleymdi að segja að ég reykti síðast fyrir ca. 9 dögum.