Satt best að segja. Ég held að sumt fólk kunni ekki alveg að meta þessa gjöf (sem er nánast ólýsanleg í orðum) sem þeim var gefið af foreldrum sínum. Að geta vaknað endurnærður og draga inn fyrsta anda dagsins er bara svo sjálfsagður hlutur að hann missir stundum vægi sitt. Ég veit ekki alveg hvað ég meinti með þessu en ég veit hvað ég meina. Það er bara eins og allir séu að eltast við þetta fullkomna líf þar sem allir eru alltaf vinir, aldrei fjárhagsvandamál, aldrei þröngt í búi, þar sem kettlingar skíta súkkulaðiís. En það sem gerir allt þetta svo ógeðslega fullkomið eru misstóru gallarnir. Slæmir hlutir gerast. Það er óhjákvæmilegt. Besta meðalið er oftast tími. Og stundum ís. Og fólk gerir mistök. Það er óhjákvæmilegra. En hvort þú lærir af þeim er það sem öllu skiptir. Svo…. ég veit ekki… verið glöð með það sem þið hafið? Því það er óteljandi hópur fólks sem myndi skipta öllu fyrir það sem þið hafið. En þau geta það ekki. Því þau eiga ekki neitt. Því þau eru dáin. Seen?


Also, voruði búin að heyra um gaurinn sem drap konuna sína og börn? Djöfulsins dickweed.
Let me in, I’ll bury the pain