Ég er búinn að vera að stunda Huga.is talsvert undanfarið en þó bara til að fylgjast með. Ég er búinn að lesa mikið af greinum sem hafa komið inn og reint að fylgjast með flestum umræðum.

Núna í dag skráði ég mig loks og langar mig að skrifa mínum fyrstu grein um gæði flestra greina hér á Huga. Aldrei hefði mér dottið í hug að það væri til svona stórt samansafn af ruslgreinum og er hér á Huga. Hér eru ungir strákar sem eru fá leyfi til að skrifa greinar um kvikmyndir o.fl. og allt virðist vera samþykkt. Það virðist sem enginn staðall er settur fyrir gæði greina og ég tala nú ekki um stafsetningu.

Það virðist alveg óhjákvæmilegt fyrir fólk að hafa grein villulausa en að mínu mati er hægt að setja samansem merki við metnað og stafsetningu.

Það mætti síðan vera aldurstakmark á greinaskrif á Huga.is.