Krakkar, hvað sem þið gerið í lífinu, ekki gera sömu mistök og ég.

Þau mistök eru að skrá sig í viðbótarlífeyrissparnað hjá kaupþing.

Eins og margir hafa séð þá hafa hrægammar hjá kaupþing verið að plata ungt fólk í viðbótarlíeyrissparnað í kringlunni og í smáralind. Þeir segja fullt af fínum orðum sem meika ótrúlega mikið sense.

Maðurinn sem sannfærði/plataði mig sagði, ef ég fyndi eitthvað betra úrræði þá myndi ég mega hringja á skrá mig úr og ekkert myndi gerast. Ég hinsvegar komst að betra úrræði.

Það er nefnilega betra að gera þetta bara sjálfur. Maður er hvortsem er með lífeyrissparnað sem er skylda.

En já svo stuttu eftir að ég skrái mig í “vista” eins og þeir kalla það. Þá fer ég í bankann og skrái mig úr honum. Konan sem afgreiðir mig segir bara okay, þetta á að vera komið inn í kerfið.

Mánuði seinna hringir einhver annar hrægammi í mig og er að spyrja mig afhverju ég hafi skráð mig úr “vista”. Ég er mjög kurteis og segi honum ástæðuna. Hann reynir að sannfæra mig aftur með fleiri úrræðum. En ég segi bara nei.

Síðan tveimur mánuðum eftir að ég hafi skráð mig úr vista. Þá sé ég á tveimur síðustu launaseðlum að þeir hafi dregið 8000 kall samtals af mér eftir að ég skráði mig úr honum.

8000 krónur er kannski engin himinhá upphæð, en það er samt fullt af hlutum sem ég get gert með 8000 krónur.

Svo ég fór í dag í annað KB útibú og spurði útí þetta, hún sagði að þetta ætti ekki að gerast aftur því að uppsagnarfresturinn væri tveir mánuðir og það yrði ekki dregið af launum mínum aftur. Svo ég spyr hvort að það sé séns að ég fái peninginn minn aftur, hún segir mér að hringja í ráðgjafa hjá þeim í síma 4447000. Upp að þessu þá er ég búinn að vera mjög þolinmóður við starfsfólkið og hringi þá loks í þetta símanúmer.

Rétt áður en er svarað í símann heyrist rödd sem segir athugið, þetta símtal er hljóðritað(greinilega mikið af fólki búið að hrauna yfir þau).

Loksins svarar einhver kona og ég segi henni frá málinu mínu og hún segir að þeir þurfi ekki að borga mér til baka vegna þess að uppsagnarfresturinn er 2 mánuðir(sem bara gleymdist að segja mér frá, þau sögðu að það hafi staðið í samningnum sem ég hafi skrifað undir…ég leit yfir samninginn og það stóð ekkert um það, greinilega mjög smátt letur). Svo ég segi við hana að maðurinn sem plataði mig í að fara í þetta sagði að ég gæti skráð mig úr og það myndi bara taka einn dag.

Hún svarar: Nei, það er ekki rétt.
Ég segi: Svo að starfsmaður hjá ykkur laug þá að mér?
Hún svarar: Hann gaf bara rangar upplýsingar.
Hún segir: Bless


TL;DR: Það tekur minna en einn dag að skrá mann í þetta, en allt að tvo mánuði að skrá mann út svo að þeir geta sogið sem mestann pening úr manni.

Krakkar munið að bankamenn ljúga ekki, þeir gefa rangar upplýsingar. Soldið eins og litlu börnin sem ljúga ekki heldur segja bara sögur.

Hefndin mín er semsagt sú að láta ykkur vita af þessu stóra svindli sem þeir stunda. Plús þeir munu taka eftir að pennar og bæklingar fara að hverfa í auknum mæli.

Þeir hafa ákveðið að borga mér skuldina í formi bæklinga.