Ég virkilega hata að flytja. Ég er að fara flytja núna í 18 skiptið, frábært. Nú eiga stytturnar mínar eftir að brotna, rúmmið mitt á eftir að missa fót eða standa í ljósum logum, græjurnar mínar eiga ekki eftir að geta spilað útvarpið, miða við að síðast fór geisladiskaspilarinn í þeim og þar síðast kassettu dótið. Eitthvað sem ég elska útaf lífinu á eftir að týnast og ég sé það aldrei aftur og ég á bara eftir að fá helmingin af fötunum mínum til baka.

Svo ekki sé talað um að nú fæ ég að læra á enn eitt hverfið, svo þegar ég er búin að því og búin að taka upp og koma mér fyrir og syrgja allt dótið mitt sem ég fæ ekki aftur. Þá er komin tími til að pakka aftur og missa helmingin af öllu sem ég hef safnað að mér í gegnum lífið. víí