Mér finnst mjög leiðinlegt að sjá það að nútímasamfélag er komið út í það að ungmenni sjálfs Íslands skammist sín fyrir forfeður sína.
Áður en þið farið að halda að þetta hafi verið eitthver villimenni með horn á hjálmunum sínum og ljótari en ég veit ekki hvað þá mæli ég eindregið með því að þið lesið ykkur aðeins til um þetta.
Víkingarnir voru siðmenntuð þjóð, miðað við aðrar þjóðir voru karlmenn norðurlandanna talin mestu hreystimenni og snyrtipinnar séð þar sem þeir böðuðu sig á hverjum laugardegi.
Einnig verðið þið að skilja það að fyrir 1200 árum voru siðareglur samfélagsins ekki eins strangar og nú til dags, á þessum tíma voru víkingarnir alls ekki einir um þann óskunda sem þeir gerðu heldur gerðu allir hermenn allra þjóðflokka þetta. Þegar víkingarnir réðust á þorp töldu þeir það vera drengilega áskorun í bardaga og hverjir þeir sem bjuggu þar áttu að vera tilbúnir að verja sig ef þeir ætluðu að halda í þær gersemar sem þeir áttu.
Þessir menn voru meistarar í skipasmíði og skip þeirra voru í algjörum gæðaflokki á þessum tíma sem gerði þeim kleyft að ferðast þessar löngu leiðir langt á undan öllum öðrum (Ísland, Grænland, Ameríka…).
Einnig vill ég taka fram að víkingarnir voru líka í miklum sérflokki hvað varðar trúarbrögð vegna þess að á þessum tíma var flest öll Evrópa orðin kristin, þeir voru það hinsvegar ekki og þess vegna sáu þeir engan mun á munkaklaustri eða venjulegu þorpi, kaþólska kirkjan sá þetta sem eitthverja mestu synd sem hægt er að fremja og fór því að bera fram mikinn áróður um að þeir séu komnir beint frá helvíti, nauðgandi öllu, drepandi börn o.s.frv. Þaðan er komin sú hugmynd t.d. um að víkingarnir höfðu horn á hjálmum sínum en í rauninni gerðu þeir það aldrei.
Gæti haldið endalaust áfram en ég ætla að vona að eitthver ykkar nenni að lesa þetta.