Smá útrás bara

Það pirrar mig gífurlega að sé búið að heilaþvo svona mikið af fólki til að trúa því statt og stöðugt að óbeinar reykingar séu án nokkurs vafa það hættulegasta sem þú getur nokkurtíman komist í snertingu við. Það mikið að fólkið sem er hvað verst heilaþvegið hefur verið skilyrt til þess að líta á minnstu lykt af reykingum sem innrás í líkama þeirra og hrökkva til og frá ef þau sjá sígarettu, kúgast og hvaðeina.