Vil aðeins nýta mér huga sem smá miðil og auglýsa Grundafjarðardagana sem verða á næstu helgi í Grundarfirði… Reyndar skilst mér að hátíðin hefjist í raun og veru í þessari viku og standi svona lauslega yfir alla vikuna, en eins og gengur og gerist er aðaldjammið um helgina sjálfa..

Meðal annars verður ball með Ragga Bjarna & Bjarna Ara á fimmtudaginn, (frítt inn)


Á föstudaginn eru útitónleikar með svolitlu ‘rokk-ívafi’ þar sem fram koma m.a. Flawless error, Apart from lies, Nögl, Endless dark og fleiri

Seinna á föstudaginn er brekkusöngur með Róbert Marshall og um kvöldið verður svo ball þar sem Paparnir leika fyrir dansi.

Á laugardaginn er auðvitað heilmikil dagskrá, einhver skemmtiatriði fyrir börnin þar sem Gunni og Felix eru kynnar.. Einnig verður Lazertag, kraftakeppni, dorgveiðikeppni og svo eru auðvitað hverfaskrúðgöngurnar sem engu öðru eru líkar…

Á laugardagskvöldi verður enginn fyrir vonbrigðum þar sem Matti Idol og Draugabanarnir halda bæði útidansleik og svo aftur ball innandyra á Kaffi 59 um nóttina en á sama tíma verður DJ stemning á Krákunni


Ég mæli sannarlega með því að fólk láti sjá sig því hér er um að ræða eina af betri útihátíðum Íslands um þessar mundir… Virkilega góð stemning sem myndast þarna og vonandi sjá flestir sér fært um að mæta!
moll