Ég hef tekið eftir því að alveg rosalega margir hérna telja sig vera óhrædda við dauðann, áður en þið farið að missa ykkur yfir því hversu hörð þið eruð held ég að þið þurfið að lýta aðeins yfir þetta aftur. Að vera óhræddur við dauðann er að hafa losnað við öll líkamleg og andleg tengsl við dauðann, að geta farið sátt í gröfina sama í hvaða aðstæðum þið eruð.
Ef þið eruð hrædd um að ástvinir ykkar muni harma missi ykkar þá eruð þið hrædd við dauðann, ef þið eruð ósátt við að hafa dáið við að hafa dáið án þess að prófa kynlíf, teygjustökk, gras eða hvað annað sem þið hafið hugsað ykkur að gera yfir ævina þá eruð þið því miður bara hrædd við dauðann, ég er nokkuð viss um það að sú tala fólks sem notar þetta spjallborð sem er algjörlega óhrætt við dauðann sé undir 2%.

Bætt við 20. júlí 2009 - 01:14
Í guðanna bænum ekki vera svo glær að segja að ykkur verði alveg sama þegar þið eruð dauð, að óttast dauðann kemur því ekkert við.